Kjúk­ling­ur í kasjúhnetusósu

Kjúklingur í kasjúhnetusósu

Sunnudagur, 4. desember 2022 – 18:24

Fyrir 4

  • 150 g kasjúhnetur, ósaltaðar
  • 1 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 brokkolí
  • 4 kjúklingabringur
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1.5 msk hrísgrjónaedik
  • 1.5 msk fiskisósa
  • 3 msk sojasósa
  • 3 msk hoisinsósa
  • 0.5 dl ostrusósa
  • 2 tsk malað engifer
  • Chilikrydd eftir smekk

Aðferð

  1. Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman.
  2. Ristið hneturnar á pönnu og hrærið reglulega svo þær brenni ekki.
  3. Steikið lauk, papriku og brokkolí í bitum.
  4. Bætið kjúklingi á pönnuna og brúnið.
  5. Bætið grænmeti og sósu við og látið malla þar til heitt.
  6. Bætið við chilikryddi eftir smekk.
⬅️ Til baka í uppskriftir
© Kjúklingur í kasjúhnetusósu