Reykt kjöt

Grafnar gæsa­bringur (má nota hvaða kjöt sem er)

Sunnudagur, 4. desember 2022 – 18:15

Hráefni

  • 2 gæsa­bringur
  • 4 msk sykur
  • 3 dl gróft salt
  • 2 msk nít­rítsalt

Aðferð

Blanda salti og sykri saman og hylja bringurnar með blöndunni.

Láta standa við stofuhita í 4–5 klukkustundir.

Skola saltið og sykurinn af og velta upp úr kryddblöndunni og geyma í kæli yfir nótt mér finnst svo best að kaldreykja svo.

Ég er búinn að prósfa gæsabringur, rjúpubringur, nautakjöt og hreindýrakjöt og þessi uppskrift klikkar ekki.

Kryddblanda

  • 1 msk rósa­pipar
  • 1 msk rós­marín
  • 1 msk tímían
  • 1 msk basilíka
  • 1 msk fáfnisgras (estragon)
  • 1 msk sin­neps­fræ
  • 1 msk dill­fræ
🍽️ Fleiri uppskriftir